Eyravegi 23, 800 Selfoss, sími 555-1314.

Golla

kr. 1.100

GOLLA

Opnar peysur er oft kallaðar golfpeysur eða gollur og hér er sérlega auðveld uppskrift að einni slíkri. Hún er prjónuð með garðaprjóni (slétt prjón fram og til baka) ofan frá og niður, fyrst berustykkið en þar er aukið út í löskum á fjórum stöðum. Síðan eru ermarnar prjónaðar og svo bolurinn. Kanturinn að framan er heklaður í lokin.

Prjónað er með tveimur ólíkum garntegundum saman. Hægur vandi er að hafa hana einlita en hér var ákveðið að leika sér aðeins með mismunandi liti í annarri garntegundinni og breiddin á röndunum látin ráðast af því hvað hver garndokka entist lengi. Peysan er í stærð XS.

Stærðir: XS ( S) M (L) XL

Garn áætlað í einlita peysu: Anisia mohairgarn frá Cewec, 3 (4) 5 (5) 6 dokkur, Esther, blanda af bómull og ull, frá Permin, 4 (5) 6 (6) 7 í einum lit eða fleiri.

Langir hringprjónar no 4,5 og 6. Sokkaprjónar eða Trio no 4,5. Heklunál no 4,5

Prjónafesta 17 l = 10 sm.