Eyravegi 23, 800 Selfoss, sími 555-1314.

Dúnmjúk og hlý

kr. 1.100

Uppskrift að nýburapeysu sem er prjónuð úr TIBET frá Cewec.
Við leitum alltaf eftir nýjum og spennandi tegundum af garni fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina og höfum nú fundið þetta ótrúlega garn sem í er 24% jakuxaull. Það fæst í nokkrum mjög fallegum litum sem allir eru blandaðir, samkembdir og því eins og sanseraðir. Þráðurinn er óspunninn en sjálfur prjónaður og er mjög loftmikill enda eru á dokkunni 25 gr í 190 metrum. Það er líkast því að handleika dún.
Í peysuna fór nákvæmlega 1 dokka af hvorum lit, dökkbláu og ljósbrúnu og því mikilvægt að hafa í huga að ef einhver frávik eru frá prjónafestu eða stærð þarf að endurskoða garnmagnið.
Verð kr. 1.090.- dokkan.

Þegar búið er að greiða fyrir vöruna verður sent pdf skjal með uppskriftinni.