Forsíða

100 tegundir

Við leggjum metnað í fjölbreytileikann!

Flytjum inn garn frá mörgum ólíkum framleiðendum og erum líka með garn frá íslenskum byrgjum og framleiðendum.

Anchor, Cascade, CEWEC, Coats, Dale, DMC, Fibra Natura, Filatura di Crosa, Garn.is, Garnstudio DROPS, Gjestal, Gründl, Hayfield, Ístex, Kartopu, Katia, Lammy, Lotus, Madeira, Maharaja, Malabrigo, Manos del Uruguay, Marks & Kattens, ON line, Paradies, Permin, Regia, Schachenmeyer, Satúrnus, Sirdar, St. George, Steinbach Wolle, Twilley’s, Yarn Art.

Vefverslun

í vefversluninni er hægt að kaupa margar af garntegundunum okkar.

Einnig er hægt að senda okkur póst eða hringja og panta vörur. Við sendum hvert sem er.

Allt fyrir útsauminn

Hannyrðaefni fyrir allar gerðir útsaums.

Útsaumsgarn úr ull, bómull, silki og hör frá mörgum framleiðendum.

Smávara fyrir útsaum.

Bækur og blöð með munstrum fyrir útsaum.

Pakkningar frá mörgum ólíkum framleiðendum.

Fjölbreytt úrval af handavinnupökkum fyrir byrjendur og lengra komna.

Ámálaðar strammamyndir í miklu úrvali.

Áteiknuð vöggusett og dúkar í mörgum stærðum.

Smekkir og handklæði með ofnum útsaumsborðum.

Sitt lítið af hverju til að gera margt og mikið

Mikið úrval af allskyns smávöru til hannyrða sem gerir vinnuna þægilegri og skemmtilegri.

Tölur og rennilásar. Nálar og títuprjónar. Teygjur og skæri. Prjónar og heklunálar…
… og óteljandi margt fleira.

Við höfum hannað og útfært uppskriftir af margvíslegri handavinnu og hafa þær verið birtar í Dagskránni frá haustinu 2012.
Myndir af þeim öllum er að finna á facebook síðunni okkar.
Pantið þær með pósti eða símtali og við sendum ljósrit.

Tíu tuskur

Hefti með uppskriftum að 5 hekluðum og 5 prjónuðum tuskum. Verð 1150.- Kaupa hér.

Eigum mikið úrval af garni í tuskur. Allir regnbogans litir, mismunandi áferð og margir grófleikar.

Verð á einni 50 gr dokku frá kr. 485.-

Mikið úrval af bókum og blöðum og stökum uppskriftum.